Meira fjallað um samfélagsáhrif en áður Síðasta skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar kom út árið 2018 en vinnan við þessa skýrslu hófst sumarið 2021. Hún var unnin upp úr yfir 100 erindum sem voru haldin á 11 málstofum þar sem þátttakendur voru rúmlega 240 manns. „Stóri munurinn er að þessi er með miklu meiri samfélagskafla. Það eru bæði efnahagsmál, samfélagsmál, menning, listir, siðferði, skólar, menntun og slíkt. Svo er heill kafli um heilbrigðismál sem var ekki áður,” greinir hann blaðamanni frá í Grósku að loknum kynningarfundinum. „Þetta endurspeglar, held ég, að loftslagsbreytingar og viðbrögð við þeim eru farin að hríslast um allt þjóðfélagið.”