Posts

Dmitriy Samohin sem er fæddur og uppalinn í Odessa,Ukraine. Hann er talin einn sá svakalegasti í “Realistic” húðflúrum í heiminum, hann Dmitriy sérhæfir sig í “portraits” húðflúrum og tekur verkinn í næstu vídd. Þessi 41 árs snillingur er búinn að hala inn hvorki meira né minna en 490.000 followers á instagram. En þar byrjaði hann að deila sínum fyrstu húðflúrum árið 2012. Hann er sjálflærður artisti og hefur verið að húðflúra í rúmlega 10 ár, rekur núna eigin stofu í Odessa, Ukraine.

Dmitriy Samohin instagram

 

Rússneski flúrarinn Kirill Lviv Maslow er væntanlegur til landsins og ætlar hann að spreyta sig hér á Íslandi á Black Kross Tattoo dagana 5.júní – 3. júlí. Drengurinn virðist geta flúrað flesta stíla, einstaklega hentugt og eitthvað fyrir alla!

Einnig er hægt að fylgjast með honum á Instagram

Tékkið á honum og bókið tíma á Instagram síðu Black Kross, Facebook eða í síma 680 6662

Sjáumst á Black Kross