Posts

Þegar einstaklingur labbar inná tattoo stofu er hann að fara þar inn til þess að taka rökrétta, skynsama út pælda ákvörðun sem kemur til þess að fylgja einstaklingnum alla ævi….eða allavegana í flestum tilfellum.

En….Það gilda ekki sömu reglur þegar maður fær sér flúr á djamminu. Alls ekki. Djamm flúr er fyrirbæri sem er mjög góð hugmynd í mómentinu, í flestum tilfellum er þetta skyndi ákvörðun því jú, drykkju getur fylgt mikil hvatvísi. Stundum virka djamm flúr fullkomlega en fyrir suma er þetta versta þynnka lífsins.

Ég varð forvitin um daginn þegar ég var að skoða flúr á netinu. Ég rakst á síðu þar sem var verið að fara yfir djamm flúr hjá fólki héðan og þaðan úr heiminum. En mín spurning var sú, hversu margir hérna heima á Íslandi gætu verið með flúr sem hafa verið gerð meðan viðkomandi er undir áhrifum? Eða hversu margir myndu ganga svo langt að láta fólk sem er sjálft undir áhrifum gera á sig flúr?

Ég opnaði umræðuþráð á Facebook síðu “Tattoo a islandi” til þess að athuga hvort fólk myndi senda mér reynslu sögur í einkaskilaboðum og ræða aðeins djamm flúrin sem þau væru með. Pósthólfið sprakk, umræðuþráðurinn nötraði og ég sá að þetta er mun algengara en ég hélt!

Við skulum skoða hvað ég fékk.

Fyrsta skilaboðið sem ég fékk hélt ég að yrði það síðasta. Ég tek það fram að ég hef mikinn húmor fyrir þessu öllu saman og er sjálf vissulega með eitt djamm flúr sjálf.

Okey ég kynni til leiks Óskar Daða. Óskar Daði sendi mér þessar myndir og sagði mér að flúrin hefðu flest verið gerð á sveittum landadjömmum. “Hættu þessu rugli” flúri skartar hann ekki einn, en vinkona hans er með sama flúr og vissulega, fengu það á djamminu

Næstur, Björgvin Birgisson. Þessi drengur skartar þeim ófáum.  “Þetta er allt sama sagan, nokkrir félagar heima að tjilla, einn þeirra á tattoo vél og alltaf jafn góð hugmynd að fá sér tattoo drukkinn”
Hann bætir því þó við að hann sjái ekki eftir þessu.

Sigurrós deildi með mér smá sögu, “við vinkonur fengum þá snilldar hugmynd að láta skella á okkur bleki, verandi hálf blekaðar, hjá mótorhjólaklúbbi. Ég fékk mér útlínur af krossi á herðarblaðið og hún rós á sama stað og höfrung á upphandlegg.
Útlínurnar hjá mér voru mökk illa gerðar og þetta var svo fokk vont að ég lagði ekki í að láta laga þetta fyrr en nokkrum árum seinna og svo aftur… ég er búin að taka 4 tattoo session, 3 af þeim bara þessi andskotans kross og viðbætur!”

Bjarni Þór á nóg til, “öll þessi flúr hafa verið gerð í annaðhvort fyrirparty eða eftirparty þegar maður er búinn með aðeins of marga og manni finnst alltaf jafn sniðugt að fá sér flúr”

Kristján, “við strákarnir vorum allir saman að horfa á einhver bardaga og fá okkur bjor. Einn vinur minn kom með tattoo vél og seinna um kvöldið þegar við vorum allir vel fullir skiptumst við á að fá okkur Tattoo.

Ég spurði hann svona til ábóta hvort að það hefði ekki verið vont að fá sér undir löppina, “Hahah juu það var sjúklega vont, vinur minn þurfti að halda löppinni kyrri meðan annar var að tattooa, gat ekki hætt að kippast til eins mikið og ég reyndi”

Ung dama sendi mér þessa, ísinn er í persónulegu uppáhaldi hjá mér.

Amilía Rós sendi þessa, sem ert væntanlega vinkona Óskars Daða. Það er þó búið að láta hana vita af því að góður tattoo artisti geti vel lagað þetta.

Hér kemur samansafn af hinum og þessum djamm flúrum. Takk gott fólk, takk fyrir að deila þessu með mér!

    

Það er hægt að segja að Svala Björgvins tryggur gestur stofunnar stefni á að þekja líkamann af tattoo-um á skömmum tíma. Ekki fyrir svo löngu kom Svala til okkar á stofuna og fékk sér demanta á báðar ristarnar. Örfáum vikum seinna var hún mætt aftur til okkar í risastórt verk! Svala settist í stólinn hjá Jason og sat flúrið í einu “sessioni” Þvílíkt hörkutól. Sjáðu útkomuna!

Einn af gestum okkar í þessum mánuði var stórstjarnan, söngkonan og textahöfundurinn Svala Björgvins. Svala hefur verið viðloðin tónlist frá blautu barnsbeini, situr fremst í flokki poppsöngvara á Íslandi og kom aftur sterk inn þegar hún gaf út lagið For The Night í sumar.

Okkur þykir fátt jafn skemmtilegt á Krossinum en þegar við fáum til okkar tónlistarfólk. Svala var að fá sér sitt fyrsta flúr á stofnni og vonandi ekki það síðasta.

Okkar maður Jason Thompson gerði sér lítið fyrir og flúraði báðar ristarnar á Svölu sem sat það af sér eins og grjót.

 

 

 

 

 

Skartgripasmiðurinn Gauti Sigurðarson kíkti til okkar á Black Kross og fékk sér brakandi ferskt tattoo hjá okkar eina sanna Jason Thomson. Gauti er hvað þekktastur fyrir smíð á gulltönnum í kjaftinn á taktföstum röppurum, til að mynda Árna Pál AKA Herra Hnetusmör og Birgir Hákon.
Jason séhæfir sig í tattoo stíl sem kallast “Traditional” og gerði geðveika rós á handarbakið á Gauta.

Sjáðu einnig Gauta smíða “grills” í sjálfan sig hér fyrir neðan.

 

Hip Hop senan á Íslandi hefur aldrei verið jafn stór og hún er í dag. Brynjar sem kemur undir listamanna nafninu Yung Nigo Drippin er þekktur innan senunnar og hefur komið sér vel fyrir. Nigo gaf út plötuna Yfirvinna fyrr á árinu sem fékk frábærar móttökur.

Yung Nigo settist í stólinn hjá eiganda stofunnar Jason Thompson og fékk sér grjóthart Traditional Tattoo á upphandlegginn.

 

 

Rapparinn, Reykjavíkurdóttirin og útvarpskonan Ragga Holm er tryggur gestur stofunnar. Ragga gaf nýlega út sína fyrstu plötu sem ber nafnið BIPOLAR. Þar skartar hún flúri eftir Jason Thompson á plötu umslaginu sem hún fékk sér fyrr ár árinu. Núna fyrir stuttu mætti Ragga í sitt þriðja flúr eftir Jason. Ragga fékk sér tattoo í strandar þema og svokallaða “Pin Up” dömu og er útkoman vægast sagt vel heppnuð.

“This is the dopest tattoo i’ve done in a long time”

okkrar myndir frá ferlinu

 

 

Bandarísk húðflúrarinn Picasso Dular sem kom fram í sjónvarpsþátta seríunni Ink master árið 2016 er á leiðinni til Íslands, Hann verður staðsettur á tattoo stofunni Black Kross í Hamraborg Kópavogi. Picasso Dular þótti einn af bestu listamönnum þáttarins en bikarinn tók hann ekki með sér heim. Stíllinn hans Picasso er margrbreytilegur ogflúrar hann allt frá new school niður í súrealískan stíl og þaðan út portrait yfir í realistic myndir.

Hann er með 27 þúsund manna fylgi á Instagram og þykir afar góður á nálinni. Picasso hefur verið innblásinn af list síðan hann man eftir sér en byrjaði að flúra um tvítugt svo hann er ekki nýr á nálinni. Hann staldrað við á stofunni frá 7.-17. nóvember. Hægt verður að bóka tíma í síma 680-6662 eða senda skilaboð á Facebook eða Instagram. Ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara.

 

Picasso Dular á instagram 

 

 

Október mánuður hefur verið þakinn frábærum gestum á Black Kross.

Við kynnum til leiks, Svölu Björgvins.

Einn af gestum okkar í þessum mánuði var stórstjarnan, söngkonan og textahöfundurinn Svala Björgvins. Svala hefur verið viðloðin tónlist frá blautu barnsbeini, situr fremst í flokki poppsöngvara á Íslandi og kom aftur sterk inn þegar hún gaf út lagið For The Night núna í sumar.

Okkur þykir fátt jafn skemmtilegt en þegar við fáum til okkar tónlistarfólk á stofuna. Svala var að fá sér sitt fyrsta flúr á stofunni en vonandi ekki það síðasta.

Okkar maður Jason Thompson gerði sér lítið fyrir og flúraði báðar ristarnar á Svölu sem sat það af sér eins og grjót.

 

 

 

 

Afmælið fór afskaplega vel fram á stofunni okkar í Hamraborg á laugardaginn 15. september, en um 200 manns létu sjá sig.

Tónlistamennirnir vöktu allir ánægju, en það voru Alexander Jarl, Ragga Holm, Kilo, Blkprty, Balatron, Blaffi, Ezekiel karl ofl.

Takk öll fyrir komuna, skemmtilegan dag og frábært partí.

 

 

Gunnar Valdimarsson er einn fremsti „portrait“-húðflúrari heims og er með hátt í 60 þúsund like á Instagram-síðu sinni, þar sem hann birtir verk sín. Hann hefur unnið tæplega þrjátíu alþjóðleg verðlaun og rekur í dag sína eigin stofu í Osló, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. En er þrátt fyrir það einn eftirsóttasti húðflúrari landsins. 

Gunnar hefur flúrað stóran hluta af íslenska fótboltalandsliðinu.

Strákarnir í fótboltalandsliðinu eru margir hverjir mjög hrifnir af Gunnari og hafa nokkrir leikmenn liðsins fengið hann til að skreyta sig. Aron Einar, Ari Freyr Skúlason, Rúrik Gíslason og Arnór Ingvi hafa t.a.m. allir fengið sér flúr hjá Gunnari.

Gaman er að segja frá því að Gunnar verður einmitt gesta-flúrari hjá okkur á Black Kross Tattoo í enda nóvember.

Emil Hallfreðsson skartar þessari glæsilegu mynd af pabba sínum eftir Gunnar

 

Fyrirliðinn er með rosalegt flúr á bakinu sem Gunnar gerði

 

Bakvörðurinn knái, Ari Freyr er með glæsilegt flúr eftir Gunnar

2. Sæti í Best Realistic á Titanic Tattoo Convention

 

Í tilefni þess blæs stofan til afmælisveislu næstkomandi 15. September—og fer veislan fram á stofunni okkar í (Hamraborg 14 a).

Teitið hefst kl 21:00 og mun fjöldinn allur af listafólki stíga á svið. Þá verða sérstök afmælistilboð í boði fyrir gesti (20% afsláttur af öllum tímabókunum þetta kvöldið) ásamt léttum veitingum.

Dagskráin—sem hefst á slaginu 21:00 og er svohljóðandi:

—Alexander Jarl
—Ragga Holm
—Kilo
—Balatron
—BLKPRTY
—og fleiri 

Hér fyrir neðan geta lesendur hlýtt á lög frá fyrrnefndu listafólki.

 

Ætlar þú að mæta í afmælið?

Láttu okkur vita hér fyrir neðan í athugasemdum!