Hip Hop senan á Íslandi hefur aldrei verið jafn stór og hún er í dag. Brynjar sem kemur undir listamanna nafninu Yung Nigo Drippin er þekktur innan senunnar og hefur komið sér vel fyrir. Nigo gaf út plötuna Yfirvinna fyrr á árinu sem fékk frábærar móttökur.

Yung Nigo settist í stólinn hjá eiganda stofunnar Jason Thompson og fékk sér grjóthart Traditional Tattoo á upphandlegginn.

 

 

Rapparinn, Reykjavíkurdóttirin og útvarpskonan Ragga Holm er tryggur gestur stofunnar. Ragga gaf nýlega út sína fyrstu plötu sem ber nafnið BIPOLAR. Þar skartar hún flúri eftir Jason Thompson á plötu umslaginu sem hún fékk sér fyrr ár árinu. Núna fyrir stuttu mætti Ragga í sitt þriðja flúr eftir Jason. Ragga fékk sér tattoo í strandar þema og svokallaða “Pin Up” dömu og er útkoman vægast sagt vel heppnuð.

“This is the dopest tattoo i’ve done in a long time”

okkrar myndir frá ferlinu

 

 

Bandarísk húðflúrarinn Picasso Dular sem kom fram í sjónvarpsþátta seríunni Ink master árið 2016 er á leiðinni til Íslands, Hann verður staðsettur á tattoo stofunni Black Kross í Hamraborg Kópavogi. Picasso Dular þótti einn af bestu listamönnum þáttarins en bikarinn tók hann ekki með sér heim. Stíllinn hans Picasso er margrbreytilegur ogflúrar hann allt frá new school niður í súrealískan stíl og þaðan út portrait yfir í realistic myndir.

Hann er með 27 þúsund manna fylgi á Instagram og þykir afar góður á nálinni. Picasso hefur verið innblásinn af list síðan hann man eftir sér en byrjaði að flúra um tvítugt svo hann er ekki nýr á nálinni. Hann staldrað við á stofunni frá 7.-17. nóvember. Hægt verður að bóka tíma í síma 680-6662 eða senda skilaboð á Facebook eða Instagram. Ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara.

 

Picasso Dular á instagram 

 

 

Október mánuður hefur verið þakinn frábærum gestum á Black Kross.

Við kynnum til leiks, Svölu Björgvins.

Einn af gestum okkar í þessum mánuði var stórstjarnan, söngkonan og textahöfundurinn Svala Björgvins. Svala hefur verið viðloðin tónlist frá blautu barnsbeini, situr fremst í flokki poppsöngvara á Íslandi og kom aftur sterk inn þegar hún gaf út lagið For The Night núna í sumar.

Okkur þykir fátt jafn skemmtilegt en þegar við fáum til okkar tónlistarfólk á stofuna. Svala var að fá sér sitt fyrsta flúr á stofunni en vonandi ekki það síðasta.

Okkar maður Jason Thompson gerði sér lítið fyrir og flúraði báðar ristarnar á Svölu sem sat það af sér eins og grjót.

 

 

 

 

Afmælið fór afskaplega vel fram á stofunni okkar í Hamraborg á laugardaginn 15. september, en um 200 manns létu sjá sig.

Tónlistamennirnir vöktu allir ánægju, en það voru Alexander Jarl, Ragga Holm, Kilo, Blkprty, Balatron, Blaffi, Ezekiel karl ofl.

Takk öll fyrir komuna, skemmtilegan dag og frábært partí.

 

 

Gunnar Valdimarsson er einn fremsti „portrait“-húðflúrari heims og er með hátt í 60 þúsund like á Instagram-síðu sinni, þar sem hann birtir verk sín. Hann hefur unnið tæplega þrjátíu alþjóðleg verðlaun og rekur í dag sína eigin stofu í Osló, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. En er þrátt fyrir það einn eftirsóttasti húðflúrari landsins. 

Gunnar hefur flúrað stóran hluta af íslenska fótboltalandsliðinu.

Strákarnir í fótboltalandsliðinu eru margir hverjir mjög hrifnir af Gunnari og hafa nokkrir leikmenn liðsins fengið hann til að skreyta sig. Aron Einar, Ari Freyr Skúlason, Rúrik Gíslason og Arnór Ingvi hafa t.a.m. allir fengið sér flúr hjá Gunnari.

Gaman er að segja frá því að Gunnar verður einmitt gesta-flúrari hjá okkur á Black Kross Tattoo í enda nóvember.

Emil Hallfreðsson skartar þessari glæsilegu mynd af pabba sínum eftir Gunnar

 

Fyrirliðinn er með rosalegt flúr á bakinu sem Gunnar gerði

 

Bakvörðurinn knái, Ari Freyr er með glæsilegt flúr eftir Gunnar

2. Sæti í Best Realistic á Titanic Tattoo Convention

 

Þú hefur séð þau áður, en vissir kannski ekki hvað þau voru kölluð – þau líta út fyrir að vera flókin og hanga eins og ljósakrónur. Þessi húðflúrhönnun, dömur mínar og herrar, er chandelier drop húðflúr. Þau eru ein af flóknustu og nákvæmustu tattoo hönnunum sem völ er á. Lestu áfram til að finna út allt sem þú þarft að vita um chandelier drop tattoo.

Hvernig er hægt að vita hvað chandelier drop húðflúr er?

Það er frekar einfalt – þau minna þig bókstaflega á hangandi ljóskrónu. Það snýst allt um lögun og skrautbitana sem hanga niður frá aðalhönnuninni á flúrinu. Þessar myndir hafa oftast hangandi útliti og mikið af þeim hafa einnig Mandala þætti. Ef þú horfir á húðflúr og hugsar, “Vá”, sem lítur út eins og ljósakróna, þá er það óhætt að gera ráð fyrir að þú sért að horfa á chandelier drop flúr.

Hvers vegna er það svo vinsælt?

Chandelier drop flúr eru mjög vinsæl þá sérstaklega hjá kvenfólki. Mikið af kvenfólki kjósa velja sér þessi húðflúr á bringubeinið og undir brjóstin, en chandelier drop flúr virkar í rauninni hvar sem er á líkamanum. Gott er að hafa í huga þegar það er verið að velja stað fyrir slíkt flúr er að það á að líta út eins og það hangi skraut eða perlur úr aðal hluta hönnunarinnar.

Afhverju ættir þú að fá þér flúrið?

Ef þú vilt vera skapandi og fá þér húðflúr þar sem þú getur sett inn mikið af smáatriðum og persónulegum hlutum þá er þetta hönnunin fyrir þig. Þú getur fengið flúrið í hvaða stærð eða lögun sem er og rokkað það hvar sem er á líkamanum. Ef þú hefur verið að hugsa um að fá þér nýtt flúr, en ert ekki viss um hvað þú vilt, skaltu íhuga að taka þátt í chandelier drop æðinu! Chandelier drop húðflúr eru ekki ný tegund af húðflúrum, en þau verða vinsælli með hverjum deginum. Þau eru fullkomin hönnun til að sýna skapandi kvenleika, þannig að það kemur ekki á óvart að konur velji þessa tegund af húðflúrum fram yfir önnur flúr.

Hvar myndir þú fá chandelier drop húðflúr?

Láttu okkur vita hér fyrir neðan í athugasemdum!