Þú hefur séð þau áður, en vissir kannski ekki hvað þau voru kölluð – þau líta út fyrir að vera flókin og hanga eins og ljósakrónur. Þessi húðflúrhönnun, dömur mínar og herrar, er chandelier drop húðflúr. Þau eru ein af flóknustu og nákvæmustu tattoo hönnunum sem völ er á. Lestu áfram til að finna út allt sem þú þarft að vita um chandelier drop tattoo.

Hvernig er hægt að vita hvað chandelier drop húðflúr er?

Það er frekar einfalt – þau minna þig bókstaflega á hangandi ljóskrónu. Það snýst allt um lögun og skrautbitana sem hanga niður frá aðalhönnuninni á flúrinu. Þessar myndir hafa oftast hangandi útliti og mikið af þeim hafa einnig Mandala þætti. Ef þú horfir á húðflúr og hugsar, “Vá”, sem lítur út eins og ljósakróna, þá er það óhætt að gera ráð fyrir að þú sért að horfa á chandelier drop flúr.

Hvers vegna er það svo vinsælt?

Chandelier drop flúr eru mjög vinsæl þá sérstaklega hjá kvenfólki. Mikið af kvenfólki kjósa velja sér þessi húðflúr á bringubeinið og undir brjóstin, en chandelier drop flúr virkar í rauninni hvar sem er á líkamanum. Gott er að hafa í huga þegar það er verið að velja stað fyrir slíkt flúr er að það á að líta út eins og það hangi skraut eða perlur úr aðal hluta hönnunarinnar.

Afhverju ættir þú að fá þér flúrið?

Ef þú vilt vera skapandi og fá þér húðflúr þar sem þú getur sett inn mikið af smáatriðum og persónulegum hlutum þá er þetta hönnunin fyrir þig. Þú getur fengið flúrið í hvaða stærð eða lögun sem er og rokkað það hvar sem er á líkamanum. Ef þú hefur verið að hugsa um að fá þér nýtt flúr, en ert ekki viss um hvað þú vilt, skaltu íhuga að taka þátt í chandelier drop æðinu! Chandelier drop húðflúr eru ekki ný tegund af húðflúrum, en þau verða vinsælli með hverjum deginum. Þau eru fullkomin hönnun til að sýna skapandi kvenleika, þannig að það kemur ekki á óvart að konur velji þessa tegund af húðflúrum fram yfir önnur flúr.

Hvar myndir þú fá chandelier drop húðflúr?

Láttu okkur vita hér fyrir neðan í athugasemdum!