Húðflúr fara í gegnum nokkur stig á meðan þau jafna sig og gróa sem eru eðlileg og mikilvægur partur af ferlinu. „Bataferlinu“ svokallaða er í raun hægt að skipta niður í fjögur mismunandi stig:

Rautt, heitt og lekur.

Þegar þú ert búin að fá þér húðflúr mun flúrarinn setja einhverskonar umbúðir yfir flúrið. Hann mun svo ráðleggja þér hvenær þér er óhætt að fjarlægja þær umbúðir, það getur verið allt frá nokkrum klukkutímum og upp í nokkra daga. Fer eftir umbúðum og reynslu flúrarans á hvað honum finnst virka best.

Þegar umbúðirnar hafa verið fjarlægðar er mjög líklegt að það sé vökvi sem hefur lekið úr flúrinu, húðin umhverfis flúrið er rauðleit og oftar en ekki virðist eins og að blek hafi lekið úr húðinni. Allt er þetta eðlilegur partur af ferlinu.

Þetta gæti varað allt upp í viku, en það fer algjörlega eftir stærð og gerð flúrsins. T.d. ef um er að ræða einfalda skrift, þá er ferlið auðveldara og lítið um vökva sem myndast, annars vegar ef um er að ræða stóra litaða mynd mun áðurnefnd lýsing eiga við.

Hins vegar ef þetta stig varir lengur en 5-7 daga skal leita til læknis og láta meta stöðuna, þar sem það er jú alltaf sýkingarhætta í opnu sári.

Kláði

Hver kannast ekki við að klæja í sár sem er að gróa?

Húðflúr er í raun ekkert annað en opið sár, og þegar það grær myndast hrúður og það mun klæja. Þá er mjög mikilvægt að standast freistinguna að klóra sér því það getur bæði opnað sár og myndað sýkingu og að öðru leiti getur það skemmt myndina sem þú varst að fá þér.

Ekki klórar þér. Flúrarinn mun ráðleggja þér hvaða krem þú ættir að bera á flúrið og það hjálpar gegn kláða. Ef kláðinn verður óbærilegur er ráðlagt að setja kaldan bakstur, kælipoka yfir svæðið, utan klæða. Kuldinn róar kláðann.

Hamskipti

Stig 3 gæti vel verið kallað hamskiptin, þar sem flúrið byrjar að flagna. Auðvitað er það mismikið eftir hverju flúri fyrir sig. Stór mynd = mikið hrúður.

Þetta tímabil varir u.þ.b. frá viku tvö til fjögur. Líkaminn túlkar húðflúrið sem sár og vinnur á því eins og öllum öðrum sárum á líkamanum.

Flúrið sjálft er ekki að detta af, þetta er allt eðlilegt ferli og sýnir í raun að flúrið er að gróa vel.

Umhirða

Passa skal að halda flúrinu hreinu. Nota ilmefnalausa sápu.

Fylgja fyrirmælum flúrara er númer 1,2 og 3. Hann hefur reynslu af hvernig hans flúr gróa og koma best út. Hver flúrari hefur sínar umhirðu aðferðir, en þær byggjast flest allar á sömu grunnatriðum.

Forðast skal: Baðferðir, sund, gufubað, ljósabekki, mikla sól, brúnkukrem. Einnig er ekki hægt annað en að vara við kæli og hitakremum, augljóslega.

Flúr jafna sig á misjöfnum hraða.

Hérna erum við að tala um hversu lengi flúrið er að gróa, það fer algjörlega eftir staðsetningu og stærð. T.d. ef flúrið er á liðamótum (úlnliður eða ökkli) eða  þar sem líkamsparturinn hreyfist, þá mun það taka lengri tíma að gróa en t.d. læri eða handleggur þar sem er ekki mikil hreyfing.

Svo að sjálfsögðu eru stærri flúr og þau sem innihalda mikið af litum lengur að gróa og jafna sig.

En svo er hver líkami auðvitað mismunandi.

Merki um sýkingu

Ef þig grunar að um sýkingu sé að ræða skaltu hafa samband við flúrarann þinn eða stofuna sem varð fyrir valinu.

Oftar en ekki virkar að þrífa flúrið og nota græðandi krem.

Í sumum tilfellum, þó þau séu ekki mörg, þarf að leita til læknis sem lætur þig fá sýklalyf.

Hver og einn er mismunandi.

Bataferlið er einstaklingsbundið hjá hverjum og einum. Og oft mismunandi í hvert skipti.

Sumir eru gjarnari á að fá sýkingar en aðrir.

Það sem þér þykir sársaukafull staðsetning getur næsta manni fundist ekkert mál og öfugt.

Chris Morris

 Er húðflúrari sem starfar á Modern Body Art í Birmingham. hann Sérhæfir sig í poppmenningu tattooa, það helsta og flottasta eftir hann er akkúrat úr Disney, tölvuleikjum og anime.

Fuzzimus Grime er 26 ára New School artisti frá Seven Ink Tattoo Gallery í Miami. 

Hann hefur verið að teikna í 12 ár og að flúra “full time” í rúmlega 5 ár.Hann sérhæfir sig í “New School” stíl sem er einstakur, áhugaverður og grillaður stíll af húðflúrum. Þetta er tekið úr Old School Traditional og svo setja artistar sitt eigið twist á verkið, myndirnar tala fyrir sig sjálfar, þvílikur listamaður!

Dmitriy Samohin sem er fæddur og uppalinn í Odessa,Ukraine. Hann er talin einn sá svakalegasti í “Realistic” húðflúrum í heiminum, hann Dmitriy sérhæfir sig í “portraits” húðflúrum og tekur verkinn í næstu vídd. Þessi 41 árs snillingur er búinn að hala inn hvorki meira né minna en 490.000 followers á instagram. En þar byrjaði hann að deila sínum fyrstu húðflúrum árið 2012. Hann er sjálflærður artisti og hefur verið að húðflúra í rúmlega 10 ár, rekur núna eigin stofu í Odessa, Ukraine.

Dmitriy Samohin instagram

 

Rússneski flúrarinn Kirill Lviv Maslow er væntanlegur til landsins og ætlar hann að spreyta sig hér á Íslandi á Black Kross Tattoo dagana 5.júní – 3. júlí. Drengurinn virðist geta flúrað flesta stíla, einstaklega hentugt og eitthvað fyrir alla!

Einnig er hægt að fylgjast með honum á Instagram

Tékkið á honum og bókið tíma á Instagram síðu Black Kross, Facebook eða í síma 680 6662

Sjáumst á Black Kross

*Tilbúnar hannanir
*Fyrirfram ákveðnar stærðir og verð
*Opnum kl 12, fyrstur kemur fyrstur fær 🙂

Það verður annað hvort hægt að fá flúrið samdægurs, eða taka það frá með því að borga fyrir það og bóka tíma seinna.

Hér fyrir neðan er brot af því sem verður í boði hjá okkar þann 25. mai!

 

 

Einn elsti húðflúrari í heimi! Að nafni Doc Price ekki nema 87 ára gamall og enn á fullu, gerir mest alla sína vinnu fríhendis. Það vantar ekki reynsluna á þessa stofu, hún ber nafnið “Doc Price & Bill Price Tattooing”. Hann hefur verið að húðflúra frá árinu 1954, og opnaði sína fyrstu stofu árið 1967 í Sydney að nafni “The Bucket of Blood” hann gerir sínar eigin Tattoo vélar frá grunni, hann vinnur með syni sínum Bill Price sem hefur verið að húðflúra síðustu 45 ár eða frá 10 ára aldri! Þetta er stofa til að skoða.

 

 

Rússneski flúarinn Mashkov hefur verið starfandi síðan 2011. Í fyrra 2018 tileinkaði hann sér nýjan stíl sem hefur ekki sést áður.

Mashkov er framúrskarandi í “portrait” flúrum. Honum hefur eflaust leiðst að gera einhæfar portrait myndir og ákveðið að bæta við sínu eigin “twisti.”

Hann setur drungalega ímynd á fræga fólkið og bætir síðan við veggjakroti í andlit þeirra. Einstaklega áhugaverð flúr og stíll sem virkar vel.

Þegar einstaklingur labbar inná tattoo stofu er hann að fara þar inn til þess að taka rökrétta, skynsama út pælda ákvörðun sem kemur til þess að fylgja einstaklingnum alla ævi….eða allavegana í flestum tilfellum.

En….Það gilda ekki sömu reglur þegar maður fær sér flúr á djamminu. Alls ekki. Djamm flúr er fyrirbæri sem er mjög góð hugmynd í mómentinu, í flestum tilfellum er þetta skyndi ákvörðun því jú, drykkju getur fylgt mikil hvatvísi. Stundum virka djamm flúr fullkomlega en fyrir suma er þetta versta þynnka lífsins.

Ég varð forvitin um daginn þegar ég var að skoða flúr á netinu. Ég rakst á síðu þar sem var verið að fara yfir djamm flúr hjá fólki héðan og þaðan úr heiminum. En mín spurning var sú, hversu margir hérna heima á Íslandi gætu verið með flúr sem hafa verið gerð meðan viðkomandi er undir áhrifum? Eða hversu margir myndu ganga svo langt að láta fólk sem er sjálft undir áhrifum gera á sig flúr?

Ég opnaði umræðuþráð á Facebook síðu “Tattoo a islandi” til þess að athuga hvort fólk myndi senda mér reynslu sögur í einkaskilaboðum og ræða aðeins djamm flúrin sem þau væru með. Pósthólfið sprakk, umræðuþráðurinn nötraði og ég sá að þetta er mun algengara en ég hélt!

Við skulum skoða hvað ég fékk.

Fyrsta skilaboðið sem ég fékk hélt ég að yrði það síðasta. Ég tek það fram að ég hef mikinn húmor fyrir þessu öllu saman og er sjálf vissulega með eitt djamm flúr sjálf.

Okey ég kynni til leiks Óskar Daða. Óskar Daði sendi mér þessar myndir og sagði mér að flúrin hefðu flest verið gerð á sveittum landadjömmum. “Hættu þessu rugli” flúri skartar hann ekki einn, en vinkona hans er með sama flúr og vissulega, fengu það á djamminu

Næstur, Björgvin Birgisson. Þessi drengur skartar þeim ófáum.  “Þetta er allt sama sagan, nokkrir félagar heima að tjilla, einn þeirra á tattoo vél og alltaf jafn góð hugmynd að fá sér tattoo drukkinn”
Hann bætir því þó við að hann sjái ekki eftir þessu.

Sigurrós deildi með mér smá sögu, “við vinkonur fengum þá snilldar hugmynd að láta skella á okkur bleki, verandi hálf blekaðar, hjá mótorhjólaklúbbi. Ég fékk mér útlínur af krossi á herðarblaðið og hún rós á sama stað og höfrung á upphandlegg.
Útlínurnar hjá mér voru mökk illa gerðar og þetta var svo fokk vont að ég lagði ekki í að láta laga þetta fyrr en nokkrum árum seinna og svo aftur… ég er búin að taka 4 tattoo session, 3 af þeim bara þessi andskotans kross og viðbætur!”

Bjarni Þór á nóg til, “öll þessi flúr hafa verið gerð í annaðhvort fyrirparty eða eftirparty þegar maður er búinn með aðeins of marga og manni finnst alltaf jafn sniðugt að fá sér flúr”

Kristján, “við strákarnir vorum allir saman að horfa á einhver bardaga og fá okkur bjor. Einn vinur minn kom með tattoo vél og seinna um kvöldið þegar við vorum allir vel fullir skiptumst við á að fá okkur Tattoo.

Ég spurði hann svona til ábóta hvort að það hefði ekki verið vont að fá sér undir löppina, “Hahah juu það var sjúklega vont, vinur minn þurfti að halda löppinni kyrri meðan annar var að tattooa, gat ekki hætt að kippast til eins mikið og ég reyndi”

Ung dama sendi mér þessa, ísinn er í persónulegu uppáhaldi hjá mér.

Amilía Rós sendi þessa, sem ert væntanlega vinkona Óskars Daða. Það er þó búið að láta hana vita af því að góður tattoo artisti geti vel lagað þetta.

Hér kemur samansafn af hinum og þessum djamm flúrum. Takk gott fólk, takk fyrir að deila þessu með mér!

    

Það er hægt að segja að Svala Björgvins tryggur gestur stofunnar stefni á að þekja líkamann af tattoo-um á skömmum tíma. Ekki fyrir svo löngu kom Svala til okkar á stofuna og fékk sér demanta á báðar ristarnar. Örfáum vikum seinna var hún mætt aftur til okkar í risastórt verk! Svala settist í stólinn hjá Jason og sat flúrið í einu “sessioni” Þvílíkt hörkutól. Sjáðu útkomuna!

Einn af gestum okkar í þessum mánuði var stórstjarnan, söngkonan og textahöfundurinn Svala Björgvins. Svala hefur verið viðloðin tónlist frá blautu barnsbeini, situr fremst í flokki poppsöngvara á Íslandi og kom aftur sterk inn þegar hún gaf út lagið For The Night í sumar.

Okkur þykir fátt jafn skemmtilegt á Krossinum en þegar við fáum til okkar tónlistarfólk. Svala var að fá sér sitt fyrsta flúr á stofnni og vonandi ekki það síðasta.

Okkar maður Jason Thompson gerði sér lítið fyrir og flúraði báðar ristarnar á Svölu sem sat það af sér eins og grjót.