Húðflúr fara í gegnum nokkur stig á meðan þau jafna sig og gróa sem eru eðlileg og mikilvægur partur af ferlinu. „Bataferlinu“ svokallaða er í raun hægt að skipta niður í fjögur mismunandi stig:

Rautt, heitt og lekur.

Þegar þú ert búin að fá þér húðflúr mun flúrarinn setja einhverskonar umbúðir yfir flúrið. Hann mun svo ráðleggja þér hvenær þér er óhætt að fjarlægja þær umbúðir, það getur verið allt frá nokkrum klukkutímum og upp í nokkra daga. Fer eftir umbúðum og reynslu flúrarans á hvað honum finnst virka best.

Þegar umbúðirnar hafa verið fjarlægðar er mjög líklegt að það sé vökvi sem hefur lekið úr flúrinu, húðin umhverfis flúrið er rauðleit og oftar en ekki virðist eins og að blek hafi lekið úr húðinni. Allt er þetta eðlilegur partur af ferlinu.

Þetta gæti varað allt upp í viku, en það fer algjörlega eftir stærð og gerð flúrsins. T.d. ef um er að ræða einfalda skrift, þá er ferlið auðveldara og lítið um vökva sem myndast, annars vegar ef um er að ræða stóra litaða mynd mun áðurnefnd lýsing eiga við.

Hins vegar ef þetta stig varir lengur en 5-7 daga skal leita til læknis og láta meta stöðuna, þar sem það er jú alltaf sýkingarhætta í opnu sári.

Kláði

Hver kannast ekki við að klæja í sár sem er að gróa?

Húðflúr er í raun ekkert annað en opið sár, og þegar það grær myndast hrúður og það mun klæja. Þá er mjög mikilvægt að standast freistinguna að klóra sér því það getur bæði opnað sár og myndað sýkingu og að öðru leiti getur það skemmt myndina sem þú varst að fá þér.

Ekki klórar þér. Flúrarinn mun ráðleggja þér hvaða krem þú ættir að bera á flúrið og það hjálpar gegn kláða. Ef kláðinn verður óbærilegur er ráðlagt að setja kaldan bakstur, kælipoka yfir svæðið, utan klæða. Kuldinn róar kláðann.

Hamskipti

Stig 3 gæti vel verið kallað hamskiptin, þar sem flúrið byrjar að flagna. Auðvitað er það mismikið eftir hverju flúri fyrir sig. Stór mynd = mikið hrúður.

Þetta tímabil varir u.þ.b. frá viku tvö til fjögur. Líkaminn túlkar húðflúrið sem sár og vinnur á því eins og öllum öðrum sárum á líkamanum.

Flúrið sjálft er ekki að detta af, þetta er allt eðlilegt ferli og sýnir í raun að flúrið er að gróa vel.

Umhirða

Passa skal að halda flúrinu hreinu. Nota ilmefnalausa sápu.

Fylgja fyrirmælum flúrara er númer 1,2 og 3. Hann hefur reynslu af hvernig hans flúr gróa og koma best út. Hver flúrari hefur sínar umhirðu aðferðir, en þær byggjast flest allar á sömu grunnatriðum.

Forðast skal: Baðferðir, sund, gufubað, ljósabekki, mikla sól, brúnkukrem. Einnig er ekki hægt annað en að vara við kæli og hitakremum, augljóslega.

Flúr jafna sig á misjöfnum hraða.

Hérna erum við að tala um hversu lengi flúrið er að gróa, það fer algjörlega eftir staðsetningu og stærð. T.d. ef flúrið er á liðamótum (úlnliður eða ökkli) eða  þar sem líkamsparturinn hreyfist, þá mun það taka lengri tíma að gróa en t.d. læri eða handleggur þar sem er ekki mikil hreyfing.

Svo að sjálfsögðu eru stærri flúr og þau sem innihalda mikið af litum lengur að gróa og jafna sig.

En svo er hver líkami auðvitað mismunandi.

Merki um sýkingu

Ef þig grunar að um sýkingu sé að ræða skaltu hafa samband við flúrarann þinn eða stofuna sem varð fyrir valinu.

Oftar en ekki virkar að þrífa flúrið og nota græðandi krem.

Í sumum tilfellum, þó þau séu ekki mörg, þarf að leita til læknis sem lætur þig fá sýklalyf.

Hver og einn er mismunandi.

Bataferlið er einstaklingsbundið hjá hverjum og einum. Og oft mismunandi í hvert skipti.

Sumir eru gjarnari á að fá sýkingar en aðrir.

Það sem þér þykir sársaukafull staðsetning getur næsta manni fundist ekkert mál og öfugt.