Rússneski flúarinn Mashkov hefur verið starfandi síðan 2011. Í fyrra 2018 tileinkaði hann sér nýjan stíl sem hefur ekki sést áður.
Mashkov er framúrskarandi í “portrait” flúrum. Honum hefur eflaust leiðst að gera einhæfar portrait myndir og ákveðið að bæta við sínu eigin “twisti.”
Hann setur drungalega ímynd á fræga fólkið og bætir síðan við veggjakroti í andlit þeirra. Einstaklega áhugaverð flúr og stíll sem virkar vel.