Bandarísk húðflúrarinn Picasso Dular sem kom fram í sjónvarpsþátta seríunni Ink master árið 2016 er á leiðinni til Íslands, Hann verður staðsettur á tattoo stofunni Black Kross í Hamraborg Kópavogi. Picasso Dular þótti einn af bestu listamönnum þáttarins en bikarinn tók hann ekki með sér heim. Stíllinn hans Picasso er margrbreytilegur ogflúrar hann allt frá new school niður í súrealískan stíl og þaðan út portrait yfir í realistic myndir.

Hann er með 27 þúsund manna fylgi á Instagram og þykir afar góður á nálinni. Picasso hefur verið innblásinn af list síðan hann man eftir sér en byrjaði að flúra um tvítugt svo hann er ekki nýr á nálinni. Hann staldrað við á stofunni frá 7.-17. nóvember. Hægt verður að bóka tíma í síma 680-6662 eða senda skilaboð á Facebook eða Instagram. Ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara.

 

Picasso Dular á instagram