Október mánuður hefur verið þakinn frábærum gestum á Black Kross.

Við kynnum til leiks, Svölu Björgvins.

Einn af gestum okkar í þessum mánuði var stórstjarnan, söngkonan og textahöfundurinn Svala Björgvins. Svala hefur verið viðloðin tónlist frá blautu barnsbeini, situr fremst í flokki poppsöngvara á Íslandi og kom aftur sterk inn þegar hún gaf út lagið For The Night núna í sumar.

Okkur þykir fátt jafn skemmtilegt en þegar við fáum til okkar tónlistarfólk á stofuna. Svala var að fá sér sitt fyrsta flúr á stofunni en vonandi ekki það síðasta.

Okkar maður Jason Thompson gerði sér lítið fyrir og flúraði báðar ristarnar á Svölu sem sat það af sér eins og grjót.