Gunnar Valdimarsson er einn fremsti „portrait“-húðflúrari heims og er með hátt í 60 þúsund like á Instagram-síðu sinni, þar sem hann birtir verk sín. Hann hefur unnið tæplega þrjátíu alþjóðleg verðlaun og rekur í dag sína eigin stofu í Osló, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. En er þrátt fyrir það einn eftirsóttasti húðflúrari landsins. 

Gunnar hefur flúrað stóran hluta af íslenska fótboltalandsliðinu.

Strákarnir í fótboltalandsliðinu eru margir hverjir mjög hrifnir af Gunnari og hafa nokkrir leikmenn liðsins fengið hann til að skreyta sig. Aron Einar, Ari Freyr Skúlason, Rúrik Gíslason og Arnór Ingvi hafa t.a.m. allir fengið sér flúr hjá Gunnari.

Gaman er að segja frá því að Gunnar verður einmitt gesta-flúrari hjá okkur á Black Kross Tattoo í enda nóvember.

Emil Hallfreðsson skartar þessari glæsilegu mynd af pabba sínum eftir Gunnar

 

Fyrirliðinn er með rosalegt flúr á bakinu sem Gunnar gerði

 

Bakvörðurinn knái, Ari Freyr er með glæsilegt flúr eftir Gunnar

2. Sæti í Best Realistic á Titanic Tattoo Convention