Black Kross Tattoo tók þátt í Icelandic Tattoo Expo sem fór fram á dögunum hátíðin var haldinn í sjötta sinn á vegum Tattoo og skart. Framkomu níutíu húðflúrarar sem fylltu Laugardalshöllina. Sýningin í ár var ein sú stærsta sem haldin hefur verið í þessum bransa. Expóið hefur yfirleitt farið fram í Súlnasölum á Hótel Sögu en í þetta sinn þurfti viðburðurinn að stækka við sig og var expóið fært yfir í Laugardalshöllina.

Margir sem mættu áttu pantaða tíma með löngum fyrirvara hjá hinum ýmsu artistum, þá er fólk búið að kynna sér listamennina sem þeim líst vel á og hafa bókað tíma til að tryggja sér sæti í stólnum. Fyrir þá sem ekki panta tíma mæta á staðinn með hugmyndir og helst af stórum flúrum. Spennan að labba þarna inn getur verið mikil og fólk endar í hvstvísi og skyndiákvörðun þegar á staðinn er komið.

Á expóinu var keppt í Best small, Best Nordic, Weird, Old School, Large, Best of day, Ornamental, New School, Best color, Best Japanese, Best realistic, Best black and grey.

Við hjá Black Kross Tattoo tókum þátt í Best small, Weird og Old School og fórum heim með alls fern verðlaun.

Charly Phoenix & Freja Phoenix – 1 & 2 Sæti fyrir Best Small

Charly Phoenix  – 1 Sæti fyrir Old School

 

Jon Silva  – 1 Sæti fyrir Weird

Fórst þú á Icelandic Tattoo Expóið?

Láttu okkur vita hér fyrir neðan í athugasemdum!