Julian Carrillo

Ég heiti Julian Andres Carrillo Varon og fæddist í Bogota höfuðborg Kólumbíu þar sem ég uppgötvaði umdeilda og nú vinsæla listformið sem húðflúrið er. Ég hóf feril minn sem tattoo-listamaður fyrir 8 árum og hefur hann leyft mér að ferðast og kynnast ólíkum stöðum heimsins. Á meðal þessara staða er Ísland en ég kom hingað fyrir þremur og hálfu ári og friðurinn sem hér ríkir hefur algjörlega heltekið mig. Hér á ég heima og núna hef ég gengið til liðs við eina af bestu húðflúrstofum landsins Black Kross Tattoo. Þar reyni ég að koma til móts við óskir viðskiptavina ásamt því að kanna mína eigin listhneigð. Ég ásamt fjölskyldu minni og hæfileikaríku liði kollega náðum við að vinna til 8 verðlauna á húðflúr ráðstefnunni The Icelandic Tattoo Expo sem fór fram 1-3. nóvember síðastliðinn. Þar vann ég fyrstu verðlaun fyrir besta gamaldags húðflúrið eða old school eins og það er kallað sem og fyrstu verðlaun fyrir besta japanska húðflúrið eða oriental. Ég býð ykkur að heimsækja stofuna og spjalla um hvað ykkur finnst flott, hvaða stíll hentar ykkur og hvernig þið mynduð vilja skreyta líkama ykkar.

Start typing and press Enter to search